Einn í einangrun og tveir í sóttkví á Dalvík

Á Norðurlandi eystra eru ennþá 6 í einangrun og 35 í sóttkví, flestir á Akureyri. Tveir eru í sóttkví á Dalvík og einn í einangrun. Sjö eru í sóttkví í Fjallabyggð og einn í einangrun.

Aðeins eru þrír í sókttkví á Norðurlandi vestra, einn á Blönduós og tveir í Skagafirði. Þá er enginn í einangrun á Norðurlandi vestra samkvæmt nýjustu tölum. Alls hafa 469 lokið sóttkví á Norðurlandi vestra.