Endurskoðun Aðalskipulags Dalvíkurbyggðar

Þann 19. febrúar 2019 samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar tillögu Umhverfisráðs um að hefja vinnu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Fyrsti áfangi verksins felst í auglýsingu og kynningu skipulagslýsingar. Með því hefst samráð við almenning, umsagnaraðila og aðra hagsmunaaðila um gerð skipulagsins. Skipulagslýsingin mun liggja frammi á skrifstofu Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsinu á Dalvík, og á vef sveitarfélagsins. Hér má sjá skipulagslýsinguna.

Haldinn verður almennur kynningar- og samráðsfundur í Bergi miðvikudaginn 18. mars kl. 17.15- 19-00 þar sem fyrirhuguð skipulagsvinna verður kynnt og viðfangsefni og áherslur ræddar.

Óskað er eftir ábendingum, tillögum og sjónarmiðum um fyrirhugaða endurskoðun aðalskipulagsins. Þær skulu vera skriflegar og sendar eigi síðar en 20. mars 2020 til:

Umhverfis- og tæknisvið Dalvíkurbyggðar
Ráðhúsi
620 Dalvík
v/aðalskipulagslýsingar

eða í tölvupósti til sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs

borkur@dalvikurbyggd.is
efni: v/aðalskipulagslýsingar

Tilgreina skal nafn, kennitölu og heimilisfang í innsendum gögnum.