Enginn í sóttkví í Dalvíkurbyggð!

Samkvæmt nýjustu tölum þá er enginn í sóttkví í dag í Dalvíkurbyggð. Fimm eru í einangrun með covid eins og staðan er í dag. Enginn er í eingangrun eða sóttkví í Fjallabyggð.

Þá eru alls 61 í einangrun og 60 í sóttkví á Norðurlandi eystra,  flestir á Akureyrarsvæðinu.

Tölulegar upplýsingar koma frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra.