dalvíkurbyggð

Enginn sótti um stöðu skólastjóra Árskógarskóla

Fræðsluráð Dalvíkurbyggðar hefur lagt til að Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla, taki að sér stjórnun á Árskógarskóla í eitt ár samhliða sínu starfi. Enginn sótti um auglýst starf skólastjóra Árskógarskóla. Lagt hefur verið til að ráðinn verði deildarstjóri í Árskógaarskóla tímabundið.