Fækkaði um 35 íbúa í Dalvíkurbyggð frá áramótum
Í Dalvíkurbyggð fækkaði íbúum um 35 íbúa frá áramótum, og eru íbúar í dag því 1867 og nam lækkunin 1,8% frá áramótum. Íbúafjöldi í Fjallabyggð hefur haldist næstum óbreyttur frá árinu 2018, en núna 4. ágúst 2020 eru alls 2006 íbúar og fækkaði um einn frá áramótum.
Íbúum á Akureyri fjölgaði um 77 frá áramótum en fækkaði um 54 í Norðurþingi.
Á Norðurlandi vestra var jákvæður viðsnúningur en í Skagafirði fjölgaði um 63 frá áramótum eða um 1,6%. Í Húnaþingi vestra fjölgaði um 14 eða 1,2%. Á Skagaströnd fjölgaði um 2,3% eða um 11 íbúa.
Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá Íslands.