Fækkar mikið í sóttkví á milli daga í Dalvíkurbyggð

Enginn bættist við í einangrun á milli daga í Dalvíkurbyggð, enn eru 24 með covid. Þá eru 45 í sóttkví í dag, en voru 129 í gær. Fjölmargir voru í sýnatöku í gær í Bergi menningarhúsi.

Komandi helgi og næstu dagar eru gríðarlega mikilvægir í baráttunni við að losna við veiruna úr Dalvíkurbyggð. Sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar hefur ítrekað við íbúa að allir haldi reglur og takmarki enn allan samgang nema við sína nánustu.