Færa álag frá varavélum á Dalvíkurlínu

Búið er að spennusetja Dalvíkurlínu og nú er verið að undirbúa að færa álag frá varavélum á línuna. Klukkan 21.00 hefst vinna við að taka álag af bænum og má því búast við allt að klukkutíma straumleysi frá þeim tíma.

Nánari upplýsingar veitir svæðisvakt Rarik Norðurlandi í síma 528-9690.