Félagsmiðstöðin Týr keppir á Samfés

NorðurOrg 2019 fór fram í íþróttahúsinu í Ólafsfirði föstudagskvöldið 25. janúar síðastliðinn. Um stóran viðburð var að ræða þar sem um 480 unglingar komu saman frá félagsmiðstöðvum víðsvegar af Norðurlandi.  Með unglingunum voru um 40 starfsmenn félagsmiðstöðva.  Níu atriði kepptu um fimm sæti í úrslitakeppninni, Söngkeppni Samfés sem fram fer í Laugardalshöll 23. mars næstkomandi. Fimm atriði komust áfram og taka þátt í úrslitum í Laugardalshöll en þau koma frá Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Akureyri, Skagafirði og Hvammstanga.

Þormar Ernir Guðmundsson frá Félagsmiðstöðinni Týr í Dalvíkurbyggð söng Bob Dylan lagið Don´t think twice  it´s all right og spilaði Þorsteinn Jakob Klemenzson á gítar.