dalvíkurbyggð

Fimm sóttu um starf stærðfræðikennara í Dalvíkurskóla

Umsóknarfrestur um starf stærðfræðikennara í Dalvíkurskóla á mið- og unglingastigi rann út 27. mars síðastliðinn. Fimm umsóknir bárust um starfið.

Eftirtaldir sóttu um:

Guðrún Anna Óskarsdóttir, B.S. í náttúru- og umhverfisfræði og kennaranemi.
Hólmfríður Þorgeirsdóttir, kennaranemi.
Hrafnhildur Þórólfsdóttir, grunnskólakennari.
Jóhann Ólafur Sveinbjarnarson, háskólanemi.
Lilja Bjarnadóttir, M.Sc. í umhverfisverkfræði og framhaldsskólakennari.