dalvíkurbyggð

Firmakeppni síðasta mót vetrarins á Dalvík

Á annan í páskum fór fram síðasta skíðamót vetrarins hjá Skíðafélagi Dalvíkur, en það var firmakeppnin. Þátttaka var nokkuð góð þrátt fyrir vorveður og vorfæri.  Skíðavertíðinni er nú lokið á Dalvík, en snjórinn er horfið hratt í hlýindunum síðustu daga.

Úrslit voru eftirfarandi:

1. Barri Björgvinsson – Öryggismiðstöð Norðurlands

2. Markús Máni Pétursson – Sportvík

3. Ægir Gunnþórsson – Olís