dalvíkurbyggð

Fiskasýning, Andlitsmálun, Disney kastali, þyrluflug og sýndarveruleikavideó

Skemmti- og afþreyingardagskráin á hátíðarsvæðinu milli 10.30 og 17.00 er fjölbreytt. Dagskráin hefst með látum þegar þyrla landhelgisgæslunnar sýnir listir sínar. Árni frá Skottafilm á Sauðárkróki verður með sýndarveruleikavideó frá vinnslu og veiðum. GG sjósport leyfir öllum að prófa  Sit-On-Top kajakana. Fjöldi fallegra fornbíla frá Bílaklúbbi Akureyrar verða til sýnis. Danshópurinn vefarinn sýnir þjóðdansa vítt og breytt um svæðið. Frá Reykjavík kemur hinn magnaði danshópur Superkidsclubjr. Teikniveröld fyrir börnin í salthúsinu og börnin fá glaðning þegar þau skila mynd. Fimleikafélag Akureyrar sér um andlitsmálun. Grímseyjarferjan verður við ferjubryggjuna. Myndasýning um starfsemi Samherja til sjós og lands. Vinir okkar úr Latabæ dreifa happadrættismiðum.

Leikhópurinn Lotta verður með tvær sýningar yfir daginn á hátíðarsvæðinu þar sem að þau verða með söngva úr leikritunum sem að þau hafa sýnt s.l. 11 ár. Fiskasýningin magnaða var sett upp innandyra í fyrra og endurbætt og nú höldum við þeim endurbótum áfram með lýsingu, textum, myndböndum og fleiru. Um miðjan daginn verður sýndur hákarlaskurður. Listamenn dansa, syngja, spila, mála, teikna og sýna listir sínar víða um svæðið. Að venju er Björgunarsveitin á Dalvík með tjald á bryggjunni þar sem að hægt er að fá skyndihjálp og leita má til þeirra vegna týndra barna og fleira.