Fiskidagsföndur og vináttubandagerð

Bókasafnið á Dalvík ætlar að bjóða áhugasömum að koma á safnið og huga að Fiskidagsskreytingum, miðvikudagurinn 8. ágúst milli kl.14:00 og 16:00. Nú er lag að láta hugmyndaflugið ráða ferðinni, sjá í hvaða ferðalag þið eruð tekin og toppa skreytingarnar frá því í fyrra. Það verður hægt að nálgast einfaldan efnivið á safninu en ef hugmyndirnar eru stórar og þarfnast sérstaks efniviðs er mælt með að fólk komi með það sjálft.  Fyrir þá sem hafa enga hugmynd hvað þeir eiga að gera mun starfsfólkið aðstoða og vera tilbúin með eitthvað einfalt og gott sem allir aldurshópar ættu að geta dundað sér við. Í fyrra var boðið upp á kennslu í vinabandagerð verður það endurtekið í ár.