Fiskidagurinn mikli á laugardag
Á sjálfum Fiskideginum Mikla, laugardaginn 10. ágúst milli kl. 11:00 og 17:00 verður að vanda margt í boði. Stundvíslega kl. 11:00 opna allar matarstöðvar og dagskráin hefst. Við mælum við með því að gestir séu mættir tímanlega en í ár kemur þyrla landhelgisgæslunnar og sýnir listir sínar og björgun úr sjó kl.10.30. Í kjölfarið hefst Fiskidagurinn Mikli sjálfur og þá er gott aðgengi að öllum stöðvum og enginn missir af neinu.
Bent er á að verðlaunaafhendingar fyrir fjölskylduratleik og fleira verður snemma í dagskránni og þeir sem eru dregnir út í verðlaunaleikjum verða að vera á staðnum.
Dagskrá á sviði frá klukkan 11.00 til 17.00.