Fiskisöfnunarsamkeppnin 2019

Allir sem skoðuðu fiskasýninguna s.l. tvö ár á Fiskideginum mikla tóku eftir jákvæðum breytingum og það má með sanni segja að þessar breytingar hafi slegið rækilega í gegn. Nú verður sett aftur af stað Fiskisöfnunarsamkeppni til að aðstoða stjórnendur sýningarinnar við að safna saman öllum þeim tegundum sem þarf að nálgast á hverju ári til að gera sýninguna jafn góða og merkilega og raun ber vitni.

Sjómenn og aðrir sem hafa áhuga á leggja söfnuninni lið og taka þátt í keppninni með veglegum vinningum hafið samband við Bensa á Fiskmarkaðnum í síma 8407905 þegar komið er með fiska.