Fiskisúpukvöldið 15 ára
Föstudagskvöldið 9. ágúst verður Fiskisúpukvöldið á Dalvík en það er einstakt á sína vísu og er nú haldið í 15. sinn. Að venju eru fjöldinn allur af fjölskyldum sem tekur þátt. Súpukvöldið hefst kl. 20:15 og þar bjóða íbúar gestum og gangandi heim í fiskisúpu og að njóta einlægrar gestrisni.
Þungi þessa verkefnis liggur á herðum íbúanna og gesta þeirra en góðir aðilar leggja þessu verkefni mikið og gott lið. Það eru MS með rjóma, Kristjánsbakarí með brauði og Samherji með fiski.
Í tilefni afmælisins verða margir súpugestgjafar með myndasýningar frá fyrri súpukvöldum.