Fjarðabyggð í heimsókn á Dalvíkurvelli

Dalvík/Reynir tók á móti liði Fjarðabyggðar í dag á Dalvíkurvelli í 17. umferð 2. deildar karla. Fjarðabyggð var í 7. sæti deildarinnar fyrir þennan leik en Dalvíkur var í 11. sæti og þurfti sárlega á stigum að halda í baráttunni. Fjarðabyggð var sterkara liðið í þessum leik og skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og var staðan 0-2 þegar dómarinn flautaði til hálfleiks.

Viktor Daði kom inná fyrir Þröst Jónasson hjá D/R á 65. mínútu, en aðeins fimm mínútum síðar skoraði Fjarðabyggð þriðja markið og staðan orðin vænleg fyrir þá þegar um 20 mínútur voru eftir.

Fljótlega eftir markið gerði D/R fleiri skiptingar, Jóhann Örn kom inná fyrir Jón Heiðar, Númi Kára fyrir Jimenez og Gunnlaugur fyrir Rúnar Frey. Dalvík/Reynir minnkaði svo muninn á 82. mínútu með góðu marki frá Viktori Daða, staðan orðin 1-3 þegar skammt var eftir.

Fjarðabyggð gerði tvær skiptingar á lokamínútum leiksins, en mörkin urðu ekki fleiri, lokatölur 1-3 fyrir Fjarðabyggð.

Dalvíkingum hefur gengið erfiðlega að landa sigrum í deildinni í sumar, aðeins tveir sigrar í 17 leikjum.

Liðið leikur næst við Kára á miðvikudaginn á Dalvíkurvelli.