Fjórir sóttu um stöðu deildastjóra stjórnsýslu og fjármála hjá Fjallabyggð

Staða deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála hjá Fjallabyggð var auglýst í byrjun maí en alls bárust fjórar umsóknir um starfið. Tekin voru viðtöl við þrjá umsækjendur.
Mögnum ráðningar sáu um ráðningarferlið fyrir Fjallabyggð og var þar lagt til að Bragi Freyr Kristbjörnsson yrði ráðinn í stöðuna. Guðrún Sif Guðbrandsdóttir gegnir nú stöðunni hjá Fjallabyggð en hún hefur verið ráðin hjá öðru fyrirtæki á Siglufirði.
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur því lagt til við bæjarstjórn að ráða Braga Frey Kristbjörnsson í starf deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála hjá Fjallabyggð.
Bragi Freyr er giftur Björg Steinsdóttur frá Siglufirði og hafa þau starfað og búið í Noregi undanfarin ár ásamt fjölskyldu.