Forval VG í Norðausturkjördæmi
Alls gefa 12 manns kost á sér í forvali VG um fimm efstu sætin, sem er rafrænt og verður haldið 13. – 15. febrúar 2021. Á fundi kjörstjórnar með frambjóðendum í gærkvöld var ákveðið að halda þrjá málefnafundi með þeim sem eru í framboði.
Fundirnir verða allir fjarfundir á zoom og haldnir dagana:
Laugardag 6. febrúar kl. 11:00
Miðvikudag 10. febrúar kl. 20:00
Laugardag 13. febrúar kl. 11:00
Þau 12 sem bjóða sig fram á lista VG í forvalinu eru:
Angantýr Ásgeirsson, sálfræðinemi, Akureyri.
Ásrún Ýr Gestsdóttir, nemi, Akureyri.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Alþingismaður, Ólafsfirði, 1. sæti.
Cecil Haraldsson, fyrrverandi sóknarprestur, Seyðisfirði, 4.-5. sæti.
Einar Gauti Helgason, matreiðslumeistari, Akureyri.
Helga Margrét Jóhannesdóttir, hjúkrunarfræðingur og meistaranemi, Eyjafjarðarsveit.
Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari, Neskaupstað. 1 – 2 sæti.
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, varabæjarfulltrúi, Akureyri, 3. sæti.
Jódís Skúladóttir, lögfræðingur, verkefnastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi, Múlaþingi 2. sæti.
Kári Gautason, framkvæmdastjóri í fæðingarorlofi, Reykjavík, 2. sæti.
Óli Halldórsson, forstöðumaður, Húsavík, 1. sæti .
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson, bóndi, Þingeyjarsveit.