Fréttatilkynning frá Skíðasvæðinu á Dalvík

Fyrsti opnunardagur svæðisins fór fram úr björtustu vonum. Það voru margir glaðir skíðaunnendur á öllum aldri sem heimsóttu Böggvisstaðafjallið. Aðstæður voru mjög góðar, kalt, logn og færið mjög gott.
Allar upplýsingar um svæðið verður að finna á heimasíðunni www.skidalvik.is og á facebooksíðu svæðisins.
Svæðið verður opið frá kl 16:00 – 19:00 alla virka daga og frá kl 11:00 – 15:00 um helgar.