dalvíkurbyggð

Friðrik verður bæði skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla til framtíðar

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt að einn skólastjóri verði yfir Dalvíkurskóla og Árskógarskóla ótímabundið. Friðrik Arnarson var ráðinn skólastjóri Dalvíkurskóla á síðasta ári og hefur gengt stöðu skólastjóra Árskógarskóla í vetur, en enginn sótti um stöðuna þegar hún var auglýst sl. haust. Friðrik mun því gegna báðum stöðum til framtíðar.
Með því að hafa einn stjórnanda yfir báðum skólunum eru miklir möguleikar til samstarfs sem nýtist bæði nemendum og starfsfólki. Með þessu fyrirkomulagi fæst stöðugleiki í skólastarfið til framtíðar hjá báðum skólum.