dalvíkurbyggð

Fyrir sælkera á ferð um Svarfaðardal

Vellir er kirkjustaður í Svarfaðardal, en þar er nú rekin lítil sælkerabúð og er aðeins um 5 mín. akstur frá Dalvík, . Þar má finna margt spennandi fyrir sanna sælkera t.d. reykta osta, bleikju, lax, ostrusveppi, sultur, sósur og margt fleira. Opið alla daga frá kl. 13-18.

Á Böggvisstöðum rétt við Dalvík er fyrsti sérsmíðaði viðarhitaði steinofninn. Böggvisbrauð sérhæfir sig í bakstri súrdeigsbrauða úr lífrænu hveiti frá Frakklandi. Kornið, sem er gamalt afbrigði af hveitikorni, er malað á staðnum rétt fyrir bakstur. Nánari upplýsingar í síma 692-4454.