Norðurland

Fyrirkomulag heimsókna á hjúkrunar- og sjúkradeildum HSN yfir jólahátíðina

Fyrirkomulag heimsókna á hjúkrunar- og sjúkradeildum HSN á aðventu og yfir jólahátíðina verður sem hér segir og tekur gildi frá og með 17. desember 2020.

  1. Heimsóknir á aðventu og um hátíðarnar. Opið alla daga fyrir heimsóknir og 1-2 gestir geta komið í heimsókn hvern dag. Börn yngri en 18 ára eru velkomin og teljast þau þá annar af þessum tveimur gestum. Gestir mega ekki dvelja í almennum rýmum, heldur eingöngu inni hjá íbúa. Ekki er opið fyrir heimsóknir á matmálstímum, (á einnig við á aðfangadags- og jólakvöldi). 
  2. Alfarið er mælst gegn því að íbúar fari í heimsókn til ættingja á þessum tíma. Eftir slíka heimsókn þarf íbúi að fara í sóttkví með ættingja á hans heimili og sýnatöku að sóttkví lokinni áður en heimild er veitt til að koma aftur inn á hjúkrunarheimilið.
  3. Gestur má ekki koma inn á hjúkrunar- eða sjúkradeild nema hafa sinnt eigin sóttvörnum í hvívetna. Fólk sem kemur erlendis frá verður að hafa lokið sóttkví og neikvæð niðurstaða seinni sýnatöku þarf að liggja fyrir. Gott er að láta 3 daga líða til viðbótar áður en komið er inn á hjúkrunarheimili.
  4. Stjórnandi heimilis getur veitt undanþágu frá þessum reglum við mikil veikindi eða sambærileg atvik.

 

– Munið að spritta hendur við komu og áður en þið yfirgefið heimilið.

– Allir gestir þurfa að koma með andlitsgrímu (maska). Óheimilt er að koma með taugrímu.

– Vinsamlega hafið grímuna á ykkur allan tímann á meðan heimsókn stendur.

– Vinsamlega farið beint inn á herbergi íbúa, ekki stoppa og spjalla á leiðinni. Ef íbúi er ekki inni á herbergi þá biðjið þið starfsfólk að sækja hann, ekki gera það sjálf.

– Virðið 2ja metra regluna og forðist snertingu við íbúa.

– Heimilt er að fara með íbúa út í göngutúr í nærumhverfi á meðan heimsókn stendur.

– Ekki er heimilt að fara í bíltúr eða heimsókn með heimsóknargesti sínum.

 

Vinsamlega EKKI koma í heimsókn ef:

  • Þú ert í sóttkví eða einangrun.
  • Þú bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
  • Þú ert með flensulík einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
  • Þú varst erlendis og hefur ekki fengið neikvæða niðurstöðu úr seinni sýnatöku.