dalvíkurbyggð

Fyrirlestur um Pólland í Bergi

Laugardaginn 15. september kl. 17:00 verður pólsk kona Ewa Kostrzewa með stutta kynningu/fyrirlestur um Pólland í Bergi menningarhúsi á Dalvík. Fyrirlesturinn er fyrir alla sem vilja vita meira um Pólland.

Í þessum fyrirlestri fjallar hún m.a. um 100 ára sjálfstæði Póllands og almennt um Pólland. Sögu landsins, lengstu ánna, hæsta fjallið, frægt fólk og sinn heimabæ Tarnowskie Góry.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er öllum opin.