Gestir Bókasafns Dalvíkurbyggðar beðnir um að ganga vel um safnið
Starfsmenn Bókasafns Dalvíkurbyggðar neyddust til að senda út tilkynningu í morgun vegna slæmrar umgengni á safninu undanfarna daga. Starfsmenn hafa þurft að taka til í hillunum og endurraða bókum og koma bókum á réttan stað. Útlit er fyrir að einhver hafi gert það að leik sýnum að færa bækur og milli í hillum og gengið illa um.
Gestir eru beðnir um að ganga vel um bækurnar sem þola illa hnjask og skila þeim á réttan stað í hillunum. Eins er hægt að skila bókum í afgreiðsluna ef eitthvað er óljóst.
Frá þessu var fyrst greint á fésbókarsíðu safnsins í morgun.
