dalvíkurbyggð

Gjafir frá Foreldrafélagi Dalvíkurskóla

Foreldrafélag Dalvíkurskóla gaf nýlega skólanum ýmis leikföng til að nota í frímínútum, meðal annars bolta, skóflur og sippubönd. Einnig fékk Dalvíkurskóli styrk til að kaupa kennsluefni fyrir upplýsingatækni,  65.000 kr. Foreldrafélagið hefur staðið sig vel að styrkja skólann með ýmsum hætti.