Golfklúbburinn Hamar óskar eftir auknum fjárframlögum frá Dalvíkurbyggð

Golfklúbburinn Hamar í Dalvíkurbyggð hefur óskað eftir auknum fjárframlögum á fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar á árunum 2020-2023, til uppbyggingar á golfsvæðinu á Arnarholtsvelli.
Einnig er kominn tími á að endurnýja véla- og tækjakost klúbbsins. Byggðarráð Dalvíkurbyggðar fjallaði um málið í síðustu viku.