Gönguferð með Ferðafélagi Svarfdæla
Ferðafélag Svarfdæla stendur fyrir göngu miðvikudaginn 5. júní, kl. 17:15 frá Olís, Dalvík. Verður þetta fyrsta miðvikudagsganga sumarsins.
Gengið verður eftir stikaðri leið að fuglaskoðunarhúsi við Hrísatjörn. Víða á leiðinni eru upplýsingaskilti um fugla og gróður. Gangan tekur um 2-3 klst.