Gunnar Már farinn frá Dalvík
Reynsluboltinn Gunnar Már Magnússon hefur yfirgefið Dalvík/Reyni og hefur skipt yfir í Hvíta Riddarann sem leikur í 4. deildinni. Gunnar Már hefur leikið 216 leiki fyrir Dalvík, Leiftur/Dalvík og Dalvík/Reyni frá árinu 2003 og hefur leikið sem miðju- og varnarmaður. Undanfarin tvö tímabil hefur hann aðallega verið varamaður en hann hefur leikið 12 leiki í deild og bikar fyrir Dalvík/Reyni í ár.
Hans besta tímabil var líklega árið 2011 þegar hann lék 20 leiki og skoraði 10 mörk þegar liðið sem var í 2. deildinni það árið.
Hann lék áður með Hvíta Riddaranum árið 2016-2018 og hefur leikið 40 leiki fyrir félagið.