Háskólalest Háskóla Íslands heimsækir Dalvík í dag

Háskólalest Háskóla Íslands heimsækir Dalvík í dag, laugardaginn 21. maí og efnir til glæsilegrar vísindaveislu fyrir alla fjölskylduna frá kl. 12-16 í Menningarhúsinu Bergi.
Þar verður hægt að gera óvæntar uppgötvanir og frábærar tilraunir og stunda alls kyns mælingar og pælingar með áhöfn lestarinnar.
Dagskrá:
– Frábærar tilraunir
– Dularfullar efnablöndur með Sprengju-Kötu
– Óvæntar uppgötvanir
– Undraheimar Japans
– Þrautir og áskoranir
– Leikur með ljós og hljóð
– Vindmyllur og vængir
– Og fjölmargt annað
Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir.
Hægt er að fylgjast með Háskólalestinni á vef hennar og á Facebook http://haskolalestin.hi.is/