dalvíkurbyggð

Hátíðardagskrá 17. júní í Dalvíkurbyggð

Fjölbreytt dagskrá verður í Dalvíkurbyggð á þjóðhátíðardaginn 17. júní næstkomandi. Meðal annars verður hlaup á íþróttavellinum, skrúðganga, hátíðarstundi í Bergi, sundlaugarfjör, Leikhópurinn Lotta, hoppukastalar og leiktæki. Hátíðarkaffi verður í safnaðarheimili Dalvíkurkirkju.

Dagskrá mánudaginn 17. júní.

Kl. 08:00    Fánar dregnir að húni – allir fánar á loft!

Kl. 11:00    17. júní hlaupið fer fram á íþróttavellinum á Dalvík (neðra svæðinu) í umsjón frjálsíþróttadeildar UMFS.
Skráning á staðnum fyrir hlaup og verðlaunaafhending að hlaupi loknu.

Kl. 13:00  Skrúðganga leggur af stað frá Íþróttamiðstöð að Menningarhúsinu. Þátttakendur eru beðnir um að mæta tímanlega og taka með sér fána og veifur.

Kl. 13:30 Hátíðarstund í Menningarhúsinu Bergi

  • Ávarp fjallkonunnar
  • Hátíðarræða Sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar
  • Leikhópurinn Lotta
  • Tónlistaratriði

Það spáir karamellurigningu í kringum Berg

Að lokinni hátíðarstund við Berg:

  • Hestamennska – Sveinbjörn Hjörleifsson og aðstoðarmenn hans teyma hesta undir börnum við Krílakot.
  • Leiktæki í umsjón flokksstjóra Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar í kirkjubrekku –
  • Sápubolti, vatnsrennibraut, hoppukastalar og fleira skemmtilegt.

Foreldrar athugið: það verður hægt að bleyta sig í sumum leiktækjum og því æskilegt að börnin hafi föt til skiptanna.

Myndlistasýning í Bergi opin frá 12 – 17.
Sigurveig Sigurðardóttir—málverk
Allir velkomnir.

Hátíðarkaffi –  Barna– og unglinaráð knattspyrnudeildar UMFS selur hátíðarkaffi í safnaðarheimili Dalvíkurkirkju að lokinni hátíðarstund.
Verð  1500 kr. fyrir 13 ára og eldri, börn 6-12 ára 500 kr. Frítt fyrir börn 0-6 ára miðast við leikskólaaldur. Kaffið stendur til kl 17:00.

Kl. 18:30 – 21:00 Sundlaugarfjör í íþróttamiðstöðinni/sundlaug. , Dúndrandi tónlist og fatasund fyrir þá sem vilja.  Gamli góði koddaslagurinn verður endurvakinn.
Allir velkomnir – frítt inn

Fríar pylsur og svali í boði við íþróttamiðstöðina í umsjón Ungmennaráðs Dalvíkurbyggðar.

Texti og mynd: dalvik.is