Hauganesbryggja skemmdist í óveðrinu

Í óveðrinu í gær gekk sjór yfir varnargarð við höfnina á Hauganesi í Dalvíkurbyggð. Það mun taka einhverja daga að fjarlægja grjót og laga skemmdir við Hauganesbryggju.

Höfnin verður því lokuð fyrir almennri umferð fram á föstudag.

Frá þessu var fyrst greint á vef Dalvíkurbyggðar.

Myndir:dalvik.is