Herbergjanýting hótela á Norðurlandi aðeins 2,5% í apríl

Heildarfjöldi greiddra gistinátta á landinu í apríl síðastliðnum dróst saman um 96% samanborið við apríl 2019. Þar af fækkaði gistinóttum á hótelum um 97% og um 93% á gistiheimilum. Greiddar gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru um 20.800 í apríl en þær voru um 519.000 í sama mánuði árið áður. Um 68% gistinátta voru skráðar á Íslendinga, eða um 14.200, en um 32% á erlenda gesti eða um 6.600 nætur. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru um 13.500, þar af 9.200 á hótelum. Gistinætur á öðrum tegundum gististaða voru um 7.300.

Á Norðurlandi voru aðeins 689 herbergi í boði í apríl og er það 40,3% fækkun frá apríl 2019. Herbergjanýting á Norðurlandi var aðeins 2,5% í apríl miðað við 36% í apríl 2019. Þetta má lesa úr tölum Hagstofu Íslands.