Höfnuðu öllum umsóknum um starf sviðsstjóra

Dalvíkurbyggð auglýsti nýlega stöðu sviðsstjóra framkvæmdasviðs og rann umsóknarfrestur út 10. febrúar síðastliðinn. Alls bárust sex umsóknir um starfið en þrír umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka.
Umsækjendur voru:
Björn Guðmundsson; Verkefnastjóri framkvæmda og umsjónamaður fasteigna
Börkur Þór Ottósson; Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Helga Íris Ingólfsdóttir; Skipulags- og tæknifulltrúi
Að loknu ráðningaferlinu var það tillaga sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar og byggðaráðs til sveitarstjórnar að hafna öllum umsækjendum og auglýsa starfið að nýju. Sveitarstjórn tók sér 23 mínútur í að skoða tillöguna og var hún að lokum samþykkt. Staðan verður því auglýst að nýju.
Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar.