Hótel Dalvík auglýst til sölu
Hótel Dalvík hefur verið auglýst til sölu og er ásett verð 256 milljónir króna. Húsið er byggt árið 1973 og eru 28 hótelherbergi í húsinu. Húsið er 1314 m2 á stærð og í húsinu er stór matsalur og 29 baðherbergi. Fasteignamat hússins er tæplega 130 milljónir. Fasteignasala Akureyrar fer með sölu hússins.