Íbúafundur í Dalvíkurbyggð

Dalvíkurbyggð hefur boðað til íbúafundar um framtíðarhlutverk Gamla skóla, fimmtudaginn 28. febrúar kl.17:00.  Fundurinn verður haldinn í hátíðarsal Dalvíkurskóla.

Fyrir fund, kl. 16:00-17:00 verður opið hús í Gamla skóla og gefst þá tækifæri til að kynna sér húsnæðið og ástand þess.

Dalvíkurbyggð greinir frá þessu á vef sínum.