Fjallabyggð

Íbúar fjölmenntu í grillveislu Síldarævintýris á Siglufirði

Síldarævintýrið á Siglufirði hófst í gær þegar hin árlega grillveisla bæjarbúa á Siglufirði og gesta var haldin. Veislugestir fengu sér á pylsur frá Kjarnafæði með tilheyrandi meðlæti og drykki frá Kjörbúðinni og Aðalbakaríii.
Skólalóðin við grunnskólann á Siglufirði iðaði af lífi þrátt fyrir smá bleytu. Börnin léku sér í leiktækjunum á lóðinni.
Að lokinni grillveislunni hófst Síldarball við Segul 67 bruggverksmiðjuna. Á Kaffi Rauðku hélt svo tónlistin áfram inn í nóttina.
Meðfylgjandi myndir eru birtar með leyfi og teknar af Þórarni Hannessyni og Haffý Magnúsdóttur.