Íþróttamiðstöðin, bókasafnið og Berg loka fram yfir helgi
Ákveðið hefur verið að loka Íþróttamiðstöðinni á Dalvík fram yfir helgi í ljósi aðstæðna og verður hún lokuð samhliða og lokun í Dalvíkurskóla.
Bókasafnið og Berg menningarhús verður einnig lokað fram yfir helgi.
Aðrar verslanir í Dalvíkurbyggð hafa tilkynnt lokun hjá sér fram yfir helgi, eins og Þernan, Rauða kross búðin, Feima gallerí.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Dalvíkurbyggðar.