Íþróttaskólinn á Dalvík að hefjast

Íþróttaskóli barnanna er 10 tíma námskeið sem hefst laugardaginn 14. september næstkomandi og er ætlað börnum 2-5 ára (2014-2017) . Námskeiðið verður á laugardagsmorgnum í íþróttamiðstöðinni í Dalvíkurbyggð frá kl 10:00-11:00. Námskeiðsgjald fyrir 10 tíma er 8000 kr. (veittur er 50% systkinaafsláttur). Tekið er við greiðslum í fyrsta tíma.

Umsjónarmaður námskeiðsins er Valdís Guðbrandsdóttir iðjuþjálfi, aðstoðarmaður verður Elvar Freyr Jónsson. Tekið er við skráningum gegnum skilaboð á Facebook hjá Valdísi eða sms í síma 861-3977. Vinsamlegast takið þá fram fullt nafn barns, aldur (fæðingarár), nöfn foreldra og símanúmer.

Markmið íþróttaskólans eru:
að efla hreyfiþroska og hreyfigetu barnanna
að auka úthald, sjálfstraust og vellíðan barnanna
að losa um streitu og umfram orku
að börnin læri á líkama sinn
að efla samhæfingu
að vernda heilsu barnanna
að börnin læri ýmis stöðuhugtök, átti sig á rými, fjarlægðum og áttum
að börnin læri að fara eftir reglum
að hvetja börnin til áframhaldandi íþróttaiðkunar

Ljósmynd: dal.is – Magnús Rúnar Magnússon