Fjallabyggð

Jarðskjálfti upp á 4,6 skammt frá Siglufirði í nótt

Í nótt kl. 00:55 varð jarðskjálfti að stærð 4,6 um 20 km NNV af Siglufirði. Skjálftinn fannst víða á Norðurlandi en Veðurstofunni bárust yfir 100 tilkynningar vegna skjálftans í nótt. Skjálftinn fannst allt frá Hvammstanga í vestri að Húsavík í austri. Búast má við því að eftirskjálftar muni koma í kjölfarið.

Nokkrir eftirskjálftar mældust í nótt, sá stærsti var 2,6 að stærð og var hann kl. 01:46, nokkru áður eða um kl. 01:01 mældist skjálfti upp á 2,1 að stærð. Upptök skjálftanna virðast vera á um 8-10 km dýpi samkvæmt upplýsingum frá gögnum Veðurstofunnar.

Skjálftinn varð vegna jarðskorpuhreyfinga á Tjörnesbrotabeltinu. Staðsetning skjálftans er þar sem suðurendi Eyjafjarðaráls og vesturhluti Húsavíkur-Flateyjarmisgengisins mætast.

Öflug jarðskjálftahrina varð á svipuðum slóðum haustið 2012. Stærstu skjálftarnir í þeirri hrinu voru 5,6 og 5,4 að stærð. Árið 2018 urðu þrír skjálftar stærri en 3,0 að stærð á svæðinu, en skjálftinn í nótt er sá fyrsti síðan 2012 sem er stærri en 4,0 að stærð. Því má segja að skjálftar af þessarri stærðargráðu eru þekktir á þessu svæði.

Dags Tími Breidd Lengd Dýpi Stærð Gæði Staður
Miðvikudagur
24.07.2019
04:57:39 66,284 -19,064 5,3 km 1,4 79,56 16,4 km NNV af Siglufirði
Miðvikudagur
24.07.2019
03:23:48 66,314 -19,068 11,8 km 1,3 56,02 19,6 km NNV af Siglufirði
Miðvikudagur
24.07.2019
02:49:54 66,311 -19,067 7,1 km 1,3 99,0 19,3 km NNV af Siglufirði
Miðvikudagur
24.07.2019
02:10:29 66,311 -19,067 7,6 km 1,3 99,0 19,3 km NNV af Siglufirði
Miðvikudagur
24.07.2019
01:46:38 66,313 -19,068 8,6 km 2,6 99,0 19,5 km NNV af Siglufirði
Miðvikudagur
24.07.2019
01:01:52 66,311 -19,064 8,5 km 2,1 99,0 19,2 km NNV af Siglufirði
Miðvikudagur
24.07.2019
00:55:56 66,315 -19,063 7,8 km 4,6 99,0 19,7 km NNV af Siglufirði

Heimild: Veðurstofan.