Jóhann Már ráðinn framkvæmdastjóri í Bergi

Þann 22. október síðastliðinn var staða framkvæmdastjóra í Menningarhúsinu Bergi auglýst laus til umsóknar. Alls bárust 5 umsóknir um starfið.

Menningarfélagið Berg ses. hefur ráðið Jóhann Má Kristinsson í starfið og hefur verið gengið frá ráðningu hans í 25% starf við hlið fráfarandi framkvæmdarstjóra í desember en Jóhann tekur að fullu við 50% starfinu þann 1. janúar 2022.

Frá þessu var greint á vef menningarhússins.

Mynd með frétt er í eigu Jóhanns.