Jóhann Már sýnir í Bergi

Jóhann Már Kristinsson, áhugaljósmyndari og framleiðandi opnar sína fyrstu formlegu ljósmyndasýningu í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík, laugardaginn 2. október kl. 14.00.
Um er að ræða ljósmyndasýningu þar sem fortíð og nútíð Dalvíkur er tvinnuð saman á skemmtilegan máta og borin saman.
Sýningin er unnin í samstarfi við Héraðsskjalasafn Svarfdæla og styrkt af Menningarsjóði Dalvíkurbyggðar.
Léttar veitingar í boði fyrir alla.