Jólabingó barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar UMFS

Hið árlega jólabingó Barna-og unglingaráðs knattspyrnudeildar UMFS er haldið í hátíðarsal Dalvíkurskóla miðvikudaginn 5. desember kl. 17:00. Að venju verða glæsilegir vinningar í boði og eru allir iðkendur, foreldrar, afar og ömmur hvött til að taka daginn frá og mæta og styrkja þannig starfsemi fótboltans í Dalvíkurbyggð.

Frá þessu er greint á vef Dalvíkurbyggðar.