Jólabókaflóðið á Bókasafni Dalvíkur

Fjölmargar jólabækur eru nú komnar á Bókasafn Dalvíkur. Starfsmenn bókasafnsins hafa setið tímunum saman að plasta og skrá inn nýjar bækur fyrir spennta lesendur og fæst nú heill hellingur af allskonar spennandi bókum fyrir alla aldurshópa. Nú er rétti tíminn til að ná sér í nýja bók á safninu.