Jólasýning með Einari Mikael Ungó Dalvík

Einar Mikael töframaður hefur notið ómældra vinsælda meðal yngstu kynslóðarinnar. Á síðustu 7 árum hefur Einar Mikael ferðast víða um heim og er nýlega kominn úr sýningarferð um Kína sem sló rækilega í gegn. Jólasýning Einars Mikaels er ný sýning sem er troðfull af ótrúlegum töfrabrögðum og mögnuðum sjónhverfingum. Einar leyfir áhorfendum að taka virkan þátt í sýningunni og velur hann oftar en ekki unga áhorfendur úr sal til að aðstoða hann í töfrabrögðunum nú er um að gera að nýta tækifærið og sjá Einar Mikael með öll sín bestu atriði í síðasta sinn ásamt því verður leynigestur með Einari.

Einar sýnir nú á Dalvík í Ungó, fimmtudaginn 20. desember kl. 19:30-20:30.

Beint eftir sýningarnar er gestum boðið uppá myndatöku með Einari og hægt er að kaupa ýmsan töfravarning eftir sýningarnar galdrabækur og töfradót.

Miðaverð er 1.500 kr. Miðarnir eru seldir við hurð.

Viðburður á Facebook.

Hér er hægt að sjá myndbrot frá sýningu með Einari Mikael
https://www.youtube.com/watch?v=EZoOaK6S_ik