K-listinn stærstur í Dalvíkurbyggð

Lokatölur í Dalvíkurbyggð bárust rétt eftir miðnætti. K-listinn hlaut glæsilega kosningu og náði inn þremur fulltrúum og endaði með 43,7% atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn fékk tvo menn kjörna og 32,8% atkvæða. B-listi Framsóknar og félagshyggjufólks fékk tvo menn kjörna og enduðu með 23,5% atkvæða.