dalvíkurbyggð

Kelvin Sarkorh framlengir við Dalvík/Reyni

Varnarmaðurinn öflugi Kelvin W. Sarkorh hjá Dalvík/Reyni hefur framlengt samning sinn við félagið. Hann kom til félagins í vor og lék 20 leiki í deild og bikar með félaginu.
Kelvin var valinn leikmaður ársins á lokahófi félagsins og einnig valinn í lið ársins í 3. deildinni.

Kelvin er fæddur 1993 í Líberíu en fluttist ungur til Bandaríkjanna. Síðasta sumar tók hann virkann þátt í lífinu á Dalvík og setti strax svip sinn á starf félagsins. Hann starfaði meðal annars sem yngriflokkaþjálfari.

Kelvin er væntanlegur til landsins fljótlega eftir áramót. Dalviksport.is greindi fyrst frá þessu.

Ljósmynd með frétt er frá dalviksport.is