KF og Dalvík luku leik á Reycup í dag

Sameiginleg lið KF/Dalvíkur luku keppni í dag á Reycup fótboltamótinu í Reykjavík.  Liðin þrjú sem félögin sendu á mótið áttu öll einn leik í dag þegar leikið var til úrslita og því miður þá töpuðust þeir allir. Öll þessi reynsla fer í bankann hjá krökkunum en þétt er leikið þessa daga og keppendur orðnir þreyttir á síðustu dögum mótsins.

Kvennaliðið tapaði naumlega gegn Þrótti 1-0 í leik um 9.-10. sæti. B-liðið tapaði naumlega 2-3 gegn Völsungi í leik um 15.-16. sæti og C-liðið tapaði 3-0 gegn ÍBV í síðasta leik dagsins í leik um 9.-10. sæti. Keppendur og þjálfarar fara því heim í dag.

 KF/Dalvík, 4.fl.kk B-lið
KF/Dalvík – Völsungur 2-3

 KF/Dalvík, 4.fl.kvk C-lið
Þróttur 1 – KF/Dalvík 1-0

 KF/Dalvík, 4.fl.kk C1-lið
ÍBV – KF/Dalvík 3-0