Landsbankinn áfram aðalstyrktaraðili Knattspyrnudeildar Dalvíkur
Á desember var undirritaður nýr samstarfssamningur milli Landsbankans og Knattspyrnudeildar Dalvíkur. Landsbankinn mun því áfram vera aðalstyrktaraðili Knattspyrnudeildar Dalvíkur.
Slíkir styrktarsamningar eru starfi knattspyrnunnar í Dalvíkurbyggð gríðarlega mikilvægir, sérstaklega á tímum sem þessum.
Fyrirtæki sýna af sér mikla samfélagslega ábyrgð með styrktarsamningum sem þessum og standa þannig þétt við bakið á íþróttafélögum í landinu. Mikil ánægja ríkir með samstarfið við Landsbankann en samningurinn gildir út tímabilið 2023.
Þeir Jónas M. Pétursson, útibússtjóri Landsbankans á Dalvík, og Stefán Garðar Níelsson, formaður Knattspyrnudeildar undirrituðu samninginn.
Frá þessu var fyrst greint á vef dalviksport.is.