Laust hlutastarf í félagsmiðstöðinni Tý

Fræðslu- og menningarsvið Dalvíkurbyggðar auglýsir laust hluta starf við félagsmiðstöðina Týr. Starfstími er frá byrjun september – 31. maí.  Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst nk.

Hæfniskröfur:

  • Hugmyndaríkur, jákvæður og sveigjanlegur
  • Metnaðarfullur í starfi og hæfni til að vinna í hóp
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og þörf til að ná árangri
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Reynsla af vinnu með börnum og ungmennum er kostur
  • Hreint sakavottorð

 

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á minni Dalvíkurbyggð, http://min.dalvikurbyggd.is/

Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og  rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Nánari upplýsingar veitir Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar.