Leggja niður 50% stöðu forstöðumanns Byggðasafnsins Hvols

Byggðarráð Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt tillögu sveitarstjóra að leggja niður 50% stöðu forstöðumanns Byggðasafnsins Hvols í Dalvíkurbyggð. Lagt var til að starfið yrði sameinað 100% starfi forstöðumanns bóka- og héraðsskjalasafns Dalvíkurbyggðar þannig að úr verði einn forstöðumaður safna. Fyrrum forstöðumaður Hvols sagði starfi sínu lausu í vor og tók uppsögnin gildi 1. júní síðastliðinn.